ÞVAGFÆRARÁðGJAFI – MIKILVÆGUR STARFSMAðUR 
ÍHEILBRIGðISPJÓNUSTUNNI

Þvagfæraráðgjöf er sérhæft viðbótarnám fyrir hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara og lækna. Þvagfæraráðgjafi rannsakar og meðhöndlar jafnt börn sem fullorðna með truflanir á starfsemi neðri hluta þvagfæra svo sem þvagleka eða tæmingarerfiðleika. Rannsóknir sýna að á Norðurlöndum eru 10-15% í öllum aldurshópum með vandamál af þessum toga. Starf þvagfæraráðgjafa felur í sér að greina vandamálið og skýra sambandið milli orsakar og einkenna. Þvagfæraráðgjafi rannsakar starfsemi blöðrunar og fylgjr eftir árangri meðferðar Þvagfæraráðgjafi uppfræðir og leiðbeinir um starfsemi blöðru og þarma og tekur þátt í rannsóknum og þróun í tengslum við þvag- og hægðaleka. Þvagfæraráðgjafi hefur sérfræðiþekkingu í hjálpartækjum vegna þvag- og hægðaleka og er fær um að senda beiðni til Sjúkratrygginga. Þvagfæraráðgjafar starfa á Landspítala göngudeild þvagfæra 11A.

Þvagfæraráðgjöf 
Þvagfæraráðgjöf er fyrst og fremst meðferð sem felur í sér að sjúklingurinn breyti venjum sínum og fái blöðruþjálfun og grindarbotnsþjálfun. 

Uroterapeutisk forening 
UTF er norrænt félag þvagfæraráðgjafa sem var stofnað 1987. Félagið vinnur að menntun, rannsóknum og framförum á sviði þvagfæraráðgjafar. Á mörgum erlendum málum heitir þvagfæraráðgjöf uroterapi. Það orð er samsett úr uro, það sem tengist þvagfærum, og terapi, meðferð.

Markmkið
  • Þvag- og hægðaheldni 
  • Eðlileg eða bætt blöðru- og þarmatæming
  • Einstaklingsmiðuð hjálpartæki 
  • Betri líðan og ánægjulegra líf
  • Blöðru- og þarmatruflanir Meðferðarúrræði þvagfæraráðgjafa